Harma aðför að hlutleysi RÚV 10. mars 2005 00:01 Hollvinir Ríkisútvarpsins hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að Markús Örn Antonsson réð Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra á fréttastofu Útvarps í gær. Þar harma samtökin þá pólitísku aðför að lögbundnu hlutleysi Ríkisútvarpsins og þar með að lýðræðinu, sem ráðningin feli í sér. Enn einu sinni hafi stjórnvöld orðið ber að því að láta flokkspólitíska hagsmuni ráða og líta fram hjá faglegum sjónarmiðum þegar ráðið er í mikilvæg opinber störf. Þá segir einnig í yfirlýsingunni að það sé ólíðandi að sá umsækjenda, sem hafi minnsta reynslu og þekkingu á því starfi sem ráðið var til, sé tekinn fram yfir fréttamenn með áratugareynslu hjá fréttastofu þessa almannaaútvarps. Hollvinir Ríkisútvarpsins hvetji því Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra til að endurskoða ákvörðun sína og meta að verðleikum þá fimm umsækjendur sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs RÚV, hafi talið hæfasta til starfans. „Það er brýnt að valinn maður sé í hverju rúmi flaggskips íslenskra fréttamiðla og að þess sé gætt að sú reynsla og þekking, sem hefur skapast á fréttastofu útvarpsins undanfarna áratugi, sé borin áfram af þeim hæfasta starfskrafti sem völ er á. Það er skýlaus krafa okkar sem velunnara RÚV og dyggra hlustenda, að við stjórninni taki maður sem hefur reynslu og kunnáttu til að stýra því öfluga starfi sem þar hefur verið unnið undir styrkri stjórn fyrri fréttastjóra,“ segir að endingu í yfirlýsingunni. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Hollvinir Ríkisútvarpsins hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að Markús Örn Antonsson réð Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra á fréttastofu Útvarps í gær. Þar harma samtökin þá pólitísku aðför að lögbundnu hlutleysi Ríkisútvarpsins og þar með að lýðræðinu, sem ráðningin feli í sér. Enn einu sinni hafi stjórnvöld orðið ber að því að láta flokkspólitíska hagsmuni ráða og líta fram hjá faglegum sjónarmiðum þegar ráðið er í mikilvæg opinber störf. Þá segir einnig í yfirlýsingunni að það sé ólíðandi að sá umsækjenda, sem hafi minnsta reynslu og þekkingu á því starfi sem ráðið var til, sé tekinn fram yfir fréttamenn með áratugareynslu hjá fréttastofu þessa almannaaútvarps. Hollvinir Ríkisútvarpsins hvetji því Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra til að endurskoða ákvörðun sína og meta að verðleikum þá fimm umsækjendur sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs RÚV, hafi talið hæfasta til starfans. „Það er brýnt að valinn maður sé í hverju rúmi flaggskips íslenskra fréttamiðla og að þess sé gætt að sú reynsla og þekking, sem hefur skapast á fréttastofu útvarpsins undanfarna áratugi, sé borin áfram af þeim hæfasta starfskrafti sem völ er á. Það er skýlaus krafa okkar sem velunnara RÚV og dyggra hlustenda, að við stjórninni taki maður sem hefur reynslu og kunnáttu til að stýra því öfluga starfi sem þar hefur verið unnið undir styrkri stjórn fyrri fréttastjóra,“ segir að endingu í yfirlýsingunni.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira