Einhleypar konur fái tæknifrjógvun 12. ágúst 2005 00:01 Einhleypar konur ættu að fá að njóta aðstoðar við tæknifrjóvgun að mati formanns Félags einstæðra foreldra. Hann segir löngu tímabært að afnema það ákvæði í lögum að kona þurfi að vera í samsvistum við karl til að teljast hæfur uppalandi. Til að kona geti gengist undir tæknifrjóvgun á Ísland þarf hún að vera gift eða hafa verið í samvistum við karlmann um árabil. Samkvæmt lögum getur heilbrigðiskerfið því ekki aðstoðað einhleypar eða samkynhneigar konur við að verða barnshafandi. Einhleypar og samkynhneigðar íslenskar konur hafa þó leitað aðstoðar hjá frændum okkar Dönum. Aðeins ein stofa á Danmörku, Nina Stork Klinik, býður öllum konum, sama hver hjúskaparstaða eða kynhneigð þeirra er, upp á tæknifrjóvgun með sæði nafnlauss manns og þangað hafa þær leitað. Ingimundur Sveinn Pétursson, formaður Félags einstæðra foreldra, segist ekki sjá neina ástæðu til að banna einhleypum konum að fara í tæknifrjóvgun á Íslandi. Hann telji að allar konur sem búi einar og kjósi að búa einar en vilji samt eignast börn eigi að öðlast rétt til að fara í tæknifrjóvgun. Aðspurður hvaða skilaboð stjórnvöld myndu senda út ef samkynhneigðum konum yrði leyft að fara í tæknifrjóvgun en ekki einhleypum segir Ingimundur nokkuð ljóst að þá væri einstaklingum ekki ætlað að ala upp börn. Spurður hvort það hafi verið sýnt fram á að fjölskylda með einu foreldri sé verri en sú með tvo segir Inginmundur það ekki hafa verið gert. Þetta sé einungis öðruvísi og aðeins erfiðara á köflum hjá sumum en þó misjafnt eftir fjölskyldum. Eins og staðan er í dag eru litlar líkur á að einhleyp kona verði móðir þurfi hún inngrip læknis við að verða barnshafandi. Dómsmálaráðuneytið hefur þó heimilað nokkrum einhleypum konum að ættleiða börn erlendis frá. Ingimundur segir að það fjölskylduform hafi verið til í tugi og hundruð ára og það fari ekkert. Frá árinu 1997 hefur fjöldi einstæðra foreldra hér á landi aukist úr tæplega 9.000 í um 12.000 árið 2003 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Einstæðir foreldrar eru því 16 prósent þjóðarinnar ef litið er til Íslendinga eldri en átján ára. Því má draga þá ályktun að sum ákvæði í lögum sem eiga eingöngu við um karl og konu í hjónabandi séu barn síns tíma. Ekki náðist í Árna Magnússon félagsmálaráðherra vegna málsins í dag. Hann hefur einn ráðherra lýst því yfir að hann muni beita sér fyrir því að samkynhneigðar konur fái að njóta aðstoðar við tæknifrjóvgun. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Sjá meira
Einhleypar konur ættu að fá að njóta aðstoðar við tæknifrjóvgun að mati formanns Félags einstæðra foreldra. Hann segir löngu tímabært að afnema það ákvæði í lögum að kona þurfi að vera í samsvistum við karl til að teljast hæfur uppalandi. Til að kona geti gengist undir tæknifrjóvgun á Ísland þarf hún að vera gift eða hafa verið í samvistum við karlmann um árabil. Samkvæmt lögum getur heilbrigðiskerfið því ekki aðstoðað einhleypar eða samkynhneigar konur við að verða barnshafandi. Einhleypar og samkynhneigðar íslenskar konur hafa þó leitað aðstoðar hjá frændum okkar Dönum. Aðeins ein stofa á Danmörku, Nina Stork Klinik, býður öllum konum, sama hver hjúskaparstaða eða kynhneigð þeirra er, upp á tæknifrjóvgun með sæði nafnlauss manns og þangað hafa þær leitað. Ingimundur Sveinn Pétursson, formaður Félags einstæðra foreldra, segist ekki sjá neina ástæðu til að banna einhleypum konum að fara í tæknifrjóvgun á Íslandi. Hann telji að allar konur sem búi einar og kjósi að búa einar en vilji samt eignast börn eigi að öðlast rétt til að fara í tæknifrjóvgun. Aðspurður hvaða skilaboð stjórnvöld myndu senda út ef samkynhneigðum konum yrði leyft að fara í tæknifrjóvgun en ekki einhleypum segir Ingimundur nokkuð ljóst að þá væri einstaklingum ekki ætlað að ala upp börn. Spurður hvort það hafi verið sýnt fram á að fjölskylda með einu foreldri sé verri en sú með tvo segir Inginmundur það ekki hafa verið gert. Þetta sé einungis öðruvísi og aðeins erfiðara á köflum hjá sumum en þó misjafnt eftir fjölskyldum. Eins og staðan er í dag eru litlar líkur á að einhleyp kona verði móðir þurfi hún inngrip læknis við að verða barnshafandi. Dómsmálaráðuneytið hefur þó heimilað nokkrum einhleypum konum að ættleiða börn erlendis frá. Ingimundur segir að það fjölskylduform hafi verið til í tugi og hundruð ára og það fari ekkert. Frá árinu 1997 hefur fjöldi einstæðra foreldra hér á landi aukist úr tæplega 9.000 í um 12.000 árið 2003 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Einstæðir foreldrar eru því 16 prósent þjóðarinnar ef litið er til Íslendinga eldri en átján ára. Því má draga þá ályktun að sum ákvæði í lögum sem eiga eingöngu við um karl og konu í hjónabandi séu barn síns tíma. Ekki náðist í Árna Magnússon félagsmálaráðherra vegna málsins í dag. Hann hefur einn ráðherra lýst því yfir að hann muni beita sér fyrir því að samkynhneigðar konur fái að njóta aðstoðar við tæknifrjóvgun.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Sjá meira