Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Orlando Magic vann fjórða leik sinn í röð þegar liðið skellti Boston á útivelli, en Dallas Maverics vann mjög nauman sigur á botnliði Toronto Raptors og þurfti flautukörfu í lokin til að tryggja sigurinn.
Dallas sigraði Toronto 93-91. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas og hirti 11 fráköst og Jason Terry bætti við 26 stigum og skoraði sigurkörfuna á lokasekúnduni. Chris Bosh skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst fyrir Toronto.
Orlando vann fjórða leikinn í röð þegar liðið skellti Boston á útivelli 87-83. Ricky Davis var stigahæstur hjá Boston með 22 stig, en Steve Francis var með 19 hjá Orlando.
Miami sigraði New York 107-94. Dwayne Wade skoraði 33 stig fyrir Miami og Alonzo Mourning skoraði 9 stig hirti 7 fráköst og varði 9 skot, sem er jöfnun á félagsmeti sem hann átti sjálfur. Stephon Marbury var stigahæstur hjá New York með 19 stig.
New Jersey lagði Denver á útivelli 101-92. Kenyon Martin var stigahæstur hjá Denver gegn sínum gömlu félögum og skoraði 26 stig, en Carmelo Anthony sneri sig illa á ökkla í leiknum og gæti misst úr nokkra leiki. Hjá New Jersey var Vince Carter stigahæstur með 25 stig.
Loks vann Golden State sigur á New Orleans 99-83. Baron Davis var stigahæstur hjá Golden State gegn sínum gömlu félögum, skoraði 17 stig eins og Jason Richardson, en nýliðinn Chris Paul var atkvæðamestur hjá New Orleans með 15 stig.