
Sport
Henry í hópnum gegn Sparta Prag

Thierry Henry hefur óvænt verið settur inn í leikmannahóp Arsenal fyrir leikinn gegn Sparta Prag í Meistaradeildinni annað kvöld, en mikil meiðsli eru í hóp Arsenal þessa dagana. Henry hefur ekki spilað leik fyrir Arsenal síðan í lok ágúst vegna nárameiðsla. Þá eru Robin van Persie og Gilberto einnig komnir í hópinn á ný, en Arsene Wenger knattspyrnustjóri liðsins, kenndi reynsluleysi um tapið fyrir West Brom um helgina. Sparta Prag hefur ekki unnið sigur í síðustu fimm leikjum sínum í Meistaradeildinni. Hópur Arsenal: Lehmann, Almunia, Lauren, Eboue, Clichy, Senderos, Toure, Cygan, Gilberto, Fabregas, Flamini, Song, Pires, Reyes, Van Persie, Henry, Owusu-Abeyie, Larsson.