Sport

Real burstaði Santander

Real Madríd burstaði Racing Santander, 5-0, í spænska fótboltanum í gærkvöldi og minnkaði forystu Barcelona í þrjú stig. Michael Owen skoraði fyrsta markið en Ronaldo og Raul skoruðu síðan tvö mörk hvor. Barcelona getur endurheimt sex stiga forystuna með sigri á Valencia í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 17. Betis sigraði Sevilla, 1-0, í Andalúsíuslagnum. Brasilíumaðurinn Ricardo Olivera skoraði markið. Osasuna og Mallorca gerðu 1-1 jafntefli og Athletic Bilbao vann Zaragoza, 2-0. Barcelona er með 78 stig og á fjóra leiki eftir en Real Madríd hefur 75 stig og á þrjá leiki eftir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×