Innlent

Dýr fari ekki með Norrænu

Embætti yfirdýralæknis áréttar að bannað sé með öllu að flytja lifandi dýr hingað með farþegaskipinu Norrænu. Þau má bara flytja inn um Keflavíkurflugvöll. Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutnings, segir reglurnar áréttaðar vegna ótta um að ferðafólk telji að hér gildi reglugerð Evrópusambandslanda um dýrainnflutning og gæludýravegabréf, en svo er ekki. "Við sendum í fyrra upplýsingar um þetta á stjórnendur Norrænu og fórum fram á að þeir kynntu farþegum," segir Gísli, en komi dýr með skipinu þarf annað hvort að senda þau strax til baka eða aflífa að öðrum kosti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×