Spænsku meistararnir í Barcelona unnu sinn tólfta sigur í röð í deildinni um helgina, sem er besti árangur félagsins í hálfa öld. Portúgalski landsliðsmaðurinn Deco segir hinsvegar að það hjálpi þeim ekkert í lokaleik sínum á árinu þegar liðið tekur á móti Celta Vigo annað kvöld.
"Við erum á góðu skriði núna en ef við eigum að halda áfram að vinna, verðum við að sjá til þess að vera í góðu standi þegar við komum úr vetrarfríinu. Ekkert lið er ósigrandi, ekki einu sinni okkar lið, en ef við leggjum hart að okkur er ég viss um að við höldum áfram að vinna," sagði Deco.