Sport

Er búinn að sanna mig, segir Owen

Það er mikið rætt og ritað um framtíð enska framherjans Michael Owen hjá Real Madrid á Spáni, eftir ummæli samherja hans, Raúl, í síðustu viku en hann gaf það í skyn að best væri að Owen færi frá Real. Owen sagði engu að síður vera búinn að sanna sig hjá Madrídarliðinu. "Mér hefur gengið vel, hef skorað mörk og áhangendur liðsins eru ánægðir með mína frammistöðu hjá Real Madrid," sagði Owen. "Margir segja að ég hafi ekki leikið alla leikina en þeir eru komnir vel yfir 40 talsins og í meira en helmingi þeirra hef ég verið í byrjunarliðinu," bætti Owen við.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×