Áhyggjulaus yfir markaleysinu 9. apríl 2005 00:01 Stórliðin Real Madrid og Barcelona mætast í dag á Santiago Bernebau-leikvanginum í Madríd. Gríðarleg spenna ríkir fyrir þessum leik en Barcelona er með níu stiga forystu á Real Madrid á toppi deildarinnar. Það er því að duga eða drepast fyrir leikmenn Real Madrid sem verða að vinna ætli þeir sér að eiga möguleika á titlinum.Vanderley Luxemburgo, þjálfari Real Madrid, stendur frammi fyrir erfiðu vandamáli varðandi framherja sína. Raul hefur verið skugginn af sjálfum sér þetta tímabilið og líklegt þykir að hann láti Michael Owen, sem hefur, þegar allt kemur til alls, verið besti framherji Madridar-liðsins á tímabilinu, byrja inn á við hliðina á Ronaldo. Ronaldo hefur, líkt og Raul, ekki náð sér á strik í vetur og aðeins skorað eitt mark í síðustu ellefu leikjum liðsins. Hann hefur þó ekki miklar áhyggjur af því og segir að mörkin muni koma á endanum. "Ég hef skorað mörk allan minn feril og þegar þetta markaleysi er á enda þá held ég áfram að skora þau. Ég hef engar áhyggjur af þessu markalesyi. Það eru margir aðrir hlutir í heiminum sem ég meiri áhyggjur af. Þetta er bara íþrótt. Boltinn verður að fara yfir línuna og þegar það gerist þá hverfur öll pressan. Ég vona að það gerist fljótlega," sagði Ronaldo. Ronaldinho, besti knattspyrnumaður heims á síðasta ári, verður að öllum líkindum með en hann hefur ekekrt getað æft með Barcelona vegna magakveisu að undanförnu. Það mun mikið mæða á kamerúnska framherjanum Samuel Eto'o en hann var í eigu Real Madrid áður en Barcelona keypti hann."Ég hef engan áhuga á að hefna mín á Real Madrid. Ef þeir hefðu ekki selt mig þá væri ég ekki hjá þessu frábæra félagi. Mér er nákvæmlega sama þótt ég skori ekki í leiknum svo framarlega sem við vinnum. Ég hlakka mikið til leiksins enda eru leikirnir á milli þessara liða alltaf mikil skemmtun," sagði Eto'o en leikurinn er í beinni útsendingu á sýn og hefst kl. 17. Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Í beinni: Aston Villa - Juventus | Hörkuleikur á Villa Park Skrýtið en venst Í beinni: Haukar - Keflavík | Stórleikur í Ólafssal Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira „Við erum brothættir“ Sjá meira
Stórliðin Real Madrid og Barcelona mætast í dag á Santiago Bernebau-leikvanginum í Madríd. Gríðarleg spenna ríkir fyrir þessum leik en Barcelona er með níu stiga forystu á Real Madrid á toppi deildarinnar. Það er því að duga eða drepast fyrir leikmenn Real Madrid sem verða að vinna ætli þeir sér að eiga möguleika á titlinum.Vanderley Luxemburgo, þjálfari Real Madrid, stendur frammi fyrir erfiðu vandamáli varðandi framherja sína. Raul hefur verið skugginn af sjálfum sér þetta tímabilið og líklegt þykir að hann láti Michael Owen, sem hefur, þegar allt kemur til alls, verið besti framherji Madridar-liðsins á tímabilinu, byrja inn á við hliðina á Ronaldo. Ronaldo hefur, líkt og Raul, ekki náð sér á strik í vetur og aðeins skorað eitt mark í síðustu ellefu leikjum liðsins. Hann hefur þó ekki miklar áhyggjur af því og segir að mörkin muni koma á endanum. "Ég hef skorað mörk allan minn feril og þegar þetta markaleysi er á enda þá held ég áfram að skora þau. Ég hef engar áhyggjur af þessu markalesyi. Það eru margir aðrir hlutir í heiminum sem ég meiri áhyggjur af. Þetta er bara íþrótt. Boltinn verður að fara yfir línuna og þegar það gerist þá hverfur öll pressan. Ég vona að það gerist fljótlega," sagði Ronaldo. Ronaldinho, besti knattspyrnumaður heims á síðasta ári, verður að öllum líkindum með en hann hefur ekekrt getað æft með Barcelona vegna magakveisu að undanförnu. Það mun mikið mæða á kamerúnska framherjanum Samuel Eto'o en hann var í eigu Real Madrid áður en Barcelona keypti hann."Ég hef engan áhuga á að hefna mín á Real Madrid. Ef þeir hefðu ekki selt mig þá væri ég ekki hjá þessu frábæra félagi. Mér er nákvæmlega sama þótt ég skori ekki í leiknum svo framarlega sem við vinnum. Ég hlakka mikið til leiksins enda eru leikirnir á milli þessara liða alltaf mikil skemmtun," sagði Eto'o en leikurinn er í beinni útsendingu á sýn og hefst kl. 17.
Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Í beinni: Aston Villa - Juventus | Hörkuleikur á Villa Park Skrýtið en venst Í beinni: Haukar - Keflavík | Stórleikur í Ólafssal Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira „Við erum brothættir“ Sjá meira