Sport

Inter í vondum málum

NordicPhotos/GettyImages
Knattspyrnulið Inter Milan á yfir höfði sér harða refsingu eftir að stuðningsmenn liðsins urðu til þess að dómari þurfti að flauta leik þeirra við grannaliðið AC Milan af í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Niðurstöðu er að vænta á föstudaginn, en líklegt er talið að úrslit leiksins verði látin standa, en AC Milan var einu marki yfir undir lok leiksins þegar ósköpin dundu yfir. AC vann einnig fyrri leik liðanna 2-0, svo að þeir eru sama og komnir áfram í undanúrslit keppninnar. Stuðningsmenn Inter grýttu öllu lauslegu inn á völlinn í gærkvöldi og þar á meðal fékk markvörðu AC í sig logandi blys og má teljast heppinn að hafa ekki hlotið alvarlegri meiðsli en raun bar vitni. Búist er við að Inter fái háar fjársektir, en refsing þeirra gæti orðið allt frá heimaleikjabanni upp í að vera bannaðir frá þáttöku í Meistaradeildinni á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×