Rannsókn skotárásar langt komin 20. apríl 2005 00:01 Lögreglan á Akureyri er langt komin með rannsókn skotárásar sem sautján ára piltur varð fyrir skammt frá Akureyri á laugardag. Tveir voru handteknir vegna málsins, annar játaði fljótlega og var sleppt úr haldi en hinn var úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. Fjarlægja þurfit byssukúlur með skurðaðgerð úr lærvöðva og hendi piltsins á sunnudag. Lögreglan frétti frá sjúkrahúsinu að eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað en það var ekki fyrr en í hádeginu í gær sem pilturinn kærði árásina sem gerð var með loftskammbyssu. Mennirnir fengu piltinn upp í bíl og keyrðu með hann norður gamla Vaðlaheiðarveginn þar sem þeir skipuðu honum út og skutu nokkrum skotum á hann. Þeir létu ekki þar við sitja heldur létu piltinn afklæðast og skutu á hann sex skotum til viðbótar sem virðist aðeins hafa verið til þess fallið að niðurlægja piltinn enn frekar. Daníel Snorrason, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, segir ljóst að ein og sama byssan hafi verið notuð og að hún sé líklega ólögleg. Hann segir að með því að rannsaka málið með það að leiðarljósi að það tengdist fíkniefnum tókst lögreglunni að þrengja hringinn sem leiddi til þess að á mánudag voru tveir menn handteknir sem talið var að tengdust málinu. Mennirnir sem voru handteknir eru rúmlega tvítugir og hafa báðir komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnamála. Annar þeirra játaði að hafa skotið úr byssunni en skotin voru að minnsta kosti ellefu. Yfirheyrslum yfir hinum manninum er nýlokið en hann er grunaður um fíkniefnaþátt málsins. Hann hefur þegar verið úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald en líkur er á að honum verði sleppt í kvöld ef játning fæst. Daníel hefur áhyggjur af auknum fíkniefnabrotum og ofbeldisverkum í hans umdæmi. Hann segir að atvikið sé litið mjög alvarlegum augum því aðförin að fórnarlambinu hefði getað orðið lífshættuleg. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Lögreglan á Akureyri er langt komin með rannsókn skotárásar sem sautján ára piltur varð fyrir skammt frá Akureyri á laugardag. Tveir voru handteknir vegna málsins, annar játaði fljótlega og var sleppt úr haldi en hinn var úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. Fjarlægja þurfit byssukúlur með skurðaðgerð úr lærvöðva og hendi piltsins á sunnudag. Lögreglan frétti frá sjúkrahúsinu að eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað en það var ekki fyrr en í hádeginu í gær sem pilturinn kærði árásina sem gerð var með loftskammbyssu. Mennirnir fengu piltinn upp í bíl og keyrðu með hann norður gamla Vaðlaheiðarveginn þar sem þeir skipuðu honum út og skutu nokkrum skotum á hann. Þeir létu ekki þar við sitja heldur létu piltinn afklæðast og skutu á hann sex skotum til viðbótar sem virðist aðeins hafa verið til þess fallið að niðurlægja piltinn enn frekar. Daníel Snorrason, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, segir ljóst að ein og sama byssan hafi verið notuð og að hún sé líklega ólögleg. Hann segir að með því að rannsaka málið með það að leiðarljósi að það tengdist fíkniefnum tókst lögreglunni að þrengja hringinn sem leiddi til þess að á mánudag voru tveir menn handteknir sem talið var að tengdust málinu. Mennirnir sem voru handteknir eru rúmlega tvítugir og hafa báðir komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnamála. Annar þeirra játaði að hafa skotið úr byssunni en skotin voru að minnsta kosti ellefu. Yfirheyrslum yfir hinum manninum er nýlokið en hann er grunaður um fíkniefnaþátt málsins. Hann hefur þegar verið úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald en líkur er á að honum verði sleppt í kvöld ef játning fæst. Daníel hefur áhyggjur af auknum fíkniefnabrotum og ofbeldisverkum í hans umdæmi. Hann segir að atvikið sé litið mjög alvarlegum augum því aðförin að fórnarlambinu hefði getað orðið lífshættuleg.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira