Sport

Liverpool-menn bjartsýnir

Rafael Benitez og forráðamenn Liverpool virðast nær öruggir um að liðið vinni Meistaradeildina í ár, ef marka má baráttu þeirra um þessar mundir fyrir því að liðið komist í keppnina að ári ef það vinnur hana í ár, þó svo að það hafni ekki í einu af fjóru efstu sætum ensku deildarinnar. "Það væri vissulega fáránlegt að fá ekki tækifæri til að verja titilinn á næsta ári, ef við vinnum í ár" sagði Benitez. Keith Wyness, yfirmaður knattspyrnumála hjá erkifjendum Liverpool, Everton, var hinsvegar ekki sammála. "Það yrði ekki sanngjarnt að hleypa Liverpool inn í keppnina á kostnað okkar, finnst er búið að taka fyrir það að England fái fimm lið í keppnina að ári. Við erum minnugir þess þegar við gátum ekki tekið þátt í keppninni vegna þeirra árið 1985 þegar margir spáðu því að við myndum vinna hana," sagði Wyness, en vegna Heysel slyssins, voru ensk lið bönnuð frá Evrópukeppni í kjölfarið og því hafa Everton menn svo sannarlega ekki gleymt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×