500 tonna fljúgandi flykki 27. apríl 2005 00:01 Loftið var hlaðið spennu á flugvellinum í Toulouse í Frakklandi í morgun þar sem þúsundir biðu þess að sjá nærri fimm hundruð tonna risaflugvél á tveimur hæðum taka á loft. Um er að ræða stærstu farþegaþota sögunnar, Airbus A380. Fimmtíu þúsund manns biðu þess að flykkið hæfi sig á loft. Flugtakið tókst án nokkurra vandræða og fyrsta tilraunaflug vélarinnar hófst. Vélin er engin smásmíð. Vænghafið er rétt tæpir áttatíu metrar sem er lengra en fyrsta flug Wright-bræðranna, 17. desember 1903. Á vængjunum mætti leggja sjötíu fólksbílum. Væru sætin tekin innan úr vélinni væri pláss fyrir tíu veggtennisvelli inni í henni. Rafleiðslurnar um borð eru samtals 500 kílómetrar að lengd. Borin saman við keppinautinn frá Boeing, júmbóþotuna 747, er A380 fimmtán metrum breiðari, fjórum metrum hærri, tveimur metrum lengri og hundrað og átján tonnum þyngri. Það tók tíu ár að hanna vélina og til þess var kostað sem nemur nærri þúsund milljörðum króna. Sérfræðingar telja að Airbus verði að selja allt að sjö hundruð vélar til að eiga fyrir kostnaði en hingað til hafa rétt rúmlega hundrað og fimmtíu vélar verið seldar. Þó að A380 sé gríðarstór vél er hún þó ekki stærsta vél flugsögunnar heldur eru rússneskar, eða öllu heldur sovéskar. Antonov 225 vélar stærri. Einungis voru smíðaðar tvær slíkar vélar til að flytja sovéskar geimskutlur. Airbus býður upp á ýmiskonar nýstarlega möguleika um borð í vélinni, henti flugfélögum að nýta sér þá: barir, spilavíti, sturtur og bókasöfn eru meðal þess sem koma mætti fyrir. Sé vélinni skipt upp í þrjú farrými, fyrsta, viðskipta- og almennt farrými, komast 555 farþegar fyrir. Sé hins vegar aðeins eitt farrými má troða 853 farþegum fyrir - en þá er hætt við að vélin líktist helst stórri sardínudós. Eftir fjögurra klukkustunda langt tilraunaflug lenti vélin mjúklega á vellinum í Toulouse við mikinn fögnuð áhorfenda og stjórnenda Airbus. Nú taka við frekari próf en fyrsta vélin verður afhent í byrjun næsta árs, ef allt gengur að óskum. Flugvellir um allan heim gera nú ráðstafanir svo að hægt sé að koma farþegum í og úr risavélinni vandræðalaust, en komi til þess að hún lendi hér á landi verða farþegarnir að rölta frá henni og inn í flugstöð - eins og gert var í gamla daga. Landgangarnir eru ekki nógu langir og ekki nægilega langt á milli þeirra til að vélin komist fyrir.MYND/APMYND/AP Erlent Fréttir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Loftið var hlaðið spennu á flugvellinum í Toulouse í Frakklandi í morgun þar sem þúsundir biðu þess að sjá nærri fimm hundruð tonna risaflugvél á tveimur hæðum taka á loft. Um er að ræða stærstu farþegaþota sögunnar, Airbus A380. Fimmtíu þúsund manns biðu þess að flykkið hæfi sig á loft. Flugtakið tókst án nokkurra vandræða og fyrsta tilraunaflug vélarinnar hófst. Vélin er engin smásmíð. Vænghafið er rétt tæpir áttatíu metrar sem er lengra en fyrsta flug Wright-bræðranna, 17. desember 1903. Á vængjunum mætti leggja sjötíu fólksbílum. Væru sætin tekin innan úr vélinni væri pláss fyrir tíu veggtennisvelli inni í henni. Rafleiðslurnar um borð eru samtals 500 kílómetrar að lengd. Borin saman við keppinautinn frá Boeing, júmbóþotuna 747, er A380 fimmtán metrum breiðari, fjórum metrum hærri, tveimur metrum lengri og hundrað og átján tonnum þyngri. Það tók tíu ár að hanna vélina og til þess var kostað sem nemur nærri þúsund milljörðum króna. Sérfræðingar telja að Airbus verði að selja allt að sjö hundruð vélar til að eiga fyrir kostnaði en hingað til hafa rétt rúmlega hundrað og fimmtíu vélar verið seldar. Þó að A380 sé gríðarstór vél er hún þó ekki stærsta vél flugsögunnar heldur eru rússneskar, eða öllu heldur sovéskar. Antonov 225 vélar stærri. Einungis voru smíðaðar tvær slíkar vélar til að flytja sovéskar geimskutlur. Airbus býður upp á ýmiskonar nýstarlega möguleika um borð í vélinni, henti flugfélögum að nýta sér þá: barir, spilavíti, sturtur og bókasöfn eru meðal þess sem koma mætti fyrir. Sé vélinni skipt upp í þrjú farrými, fyrsta, viðskipta- og almennt farrými, komast 555 farþegar fyrir. Sé hins vegar aðeins eitt farrými má troða 853 farþegum fyrir - en þá er hætt við að vélin líktist helst stórri sardínudós. Eftir fjögurra klukkustunda langt tilraunaflug lenti vélin mjúklega á vellinum í Toulouse við mikinn fögnuð áhorfenda og stjórnenda Airbus. Nú taka við frekari próf en fyrsta vélin verður afhent í byrjun næsta árs, ef allt gengur að óskum. Flugvellir um allan heim gera nú ráðstafanir svo að hægt sé að koma farþegum í og úr risavélinni vandræðalaust, en komi til þess að hún lendi hér á landi verða farþegarnir að rölta frá henni og inn í flugstöð - eins og gert var í gamla daga. Landgangarnir eru ekki nógu langir og ekki nægilega langt á milli þeirra til að vélin komist fyrir.MYND/APMYND/AP
Erlent Fréttir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira