Sport

Mourinho ánægður með sína menn

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var ánægður með leik sinna manna í gær þrátt fyrir markalaust jafntefli gegn Liverpool á Stamford Bridge. Mourinho segir að pressan verði á Liverpool á Anifeld, enda þurfi þeir að vinna. Chelsea dugi jafntefli ef skorað verður í leiknum. „Þeir leika á heimavelli og 99,9% af stuðningsmönnum Liverpool halda að þeir séu komnir í úrslitin en svo er ekki og það verður erfitt fyrir þá,“ sagði Mourinho. Rafael Benitez var mjög ánægður með sitt lið sem hefði leikið vel og stjórnað leiknum. Það eina neikvæða var að Xabi Alonso fékk gult spjald fyrir að brjóta á Eiði Smára og verður í leikbanni í seinni leiknum á Anfield á þriðjudaginn. Eiður Smári náði sér ekki á strik hjá Chelsea úti á vinstri vængnum. Hann fær til að mynda lægstu einkunn í The Sun, eða 5, ásamt Didier Drogba. Hann fær 6 hjá BBC eins og flestir leikmenn liðsins. Jamie Carragher, leikmaður Liverpool, fæst hæstu einkunn í flestum fjölmiðlum, eða 9.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×