Sport

Riise vill stöðva Chelsea

Norski varnarmaðurinn John Arne Riise segir sína menn í Liverpool eiga mjög góða möguleika á að stöðva Chelsea á leið sinni að þrennunni, en liðin mætast í síðari leik sínum í meistaradeildinni í kvöld. Chelsea hefur þegar unnið deildarbikarinn og tryggðu sér meistaratitilinn um helgina, en þeir fá það erfiða verkefni í kvöld að mæta Liverpool á Anfield, þar sem þeir þurfa sigur, eftir að hafa gert jafntefli í fyrri leiknum. "Við vitum af góðu gengi þeirra á útivelli, þeir fá á sig fá mörk og skora mikið. Þeir eru með frábært lið, en það höfum við líka. Við þurfum að vera sterkir andlega og leggja hart að okkur ef við eigum að eiga möguleika á að vinna þá. Bæði lið þurfa augljóslega á marki að halda til að komast í úrslitaleikinn og því verður forvitnilegt að sjá hvernig stjórarnir stilla þessu upp í kvöld," sagði Riise. "Við verðum tilbúnir í slaginn í kvöld og það verða áhorfendur okkar líka. Það er takmark hvers leikmanns að vinna meistaradeildina og ef við værum ekki tilbúnir í þessa áskorun, værum við ekki að spila fótbolta," bætti sá norski við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×