Sport

Auglýsing á búning Barcelona

Barcelona mun, í fyrsta skiptið í sögu félagsins, bera auglýsingu framan á búning sínum á næsta tímabili en félagið skrifaði í dag undir fimm ára samning við kínversku ríkisstjórnina. Fyrstu þrjú árin mun félagið auglýsa ólympíuleikana í Beijing 2008 en næstu tvö ár á eftir mun auglýsing fyrir Asíuleikana 2010 prýða búningana. Barcelona mun fá um 19 milljónir evra á ári fyrir samninginn. Joan Laporta, stjórnarmaður Barcelona, segir að samningurinn muni þurrka út allar skuldir félagsins og gera það samkeppnishæft við lið eins og Real Madrid á leikmannamarkaðnum. Eftir undirskriftina er ljóst að Athletic Bilbao er eina liðið í spænsku deildinni sem ekki er með auglýsingu á búningnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×