Sport

Hierro hættur

Fyrrum leikmaður Real Madrid og spænska landsliðsins, Fernando Hierro, hefur tilkynnt að hann muni leggja skóna á hilluna eftir yfirstandandi tímabil. ,,Ég er ákveðinn, ég vil hætta á meðan ég er ennþá að spila á meðal þeirra bestu," sagði þessi 37-ára gamli leikmaður Bolton Wanderers. Hierro, sem spilaði 89 leiki fyrir spænska landsliðið sem er met fyrir útispilandi leikmann, kom til Bolton í júlí síðastliðnum á árs lánssamningi frá liði í Katar, en þar spilaði hann eitt tímabil eftir að hafa spilað með Real Madrid og unnið með þeim sex Spánartitla og þrjá Evróputitla. Hierro kom til Real Madrid frá Valladolid árið 1989.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×