Sport

Liverpool og TNS í kvöld

Liverpool mætir Welska liðinu TNS í 1. umferð forkeppni meistaradeildarinnar í knattspyrnu í  kvöld.  Leikurinn verður sýndur beint á Sýn en hann hann hefst klukkan 18:45.  Margir leikmenn í TNS-liðinu eru gallharðir stuðningsmenn Liverpool.  Þannig er vinstri útherjinn, John Lawless með húðflúr á hægri handlegg með merki Liverpool.  Lawless er ekki eini leikmaður TNS sem tengist Liverpool.  Sóknarmaðurinn John Toner var einnig hjá félaginu sem ungur piltur.  Þá eiga tveir aðrir leikmenn TNS rætur í bítlaborginni því miðjumaðurinn Steven Beck var í sama unglingaliði og Wayne Rooney hjá Everton og þá má ekki gleyma frænda Rooney, Tommy Rooney sem TNS keypti nýlega frá Maccelsfield Town. Launakostnaður TNS er ögn minni en Evrópumeistaranna.  TNS borgar leikmönnum sínum samtals 7 þúsund pund í vikulaun en það er minna en Steven Gerard þénar á einum degi hjá Liverpool Liðið kemur frá Llansantffraid Town en í bænum búa 1,736 manns eða litlu fleiri en búa á Siglufirði.  TNS liðið tekur nú þátt í Evrópukeppninni í 12. sinn og liðið á enn eftir að vinna fyrsta leik sinn.  Á síðustu leiktíð mættu að meðaltali 258 manns á leiki liðsins en nokkuð ljóst er að fleiri verði á leiknum í kvöld, enda spilað á Anfield.  Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn, klukkan 18,45. Seinni leikurinn verður 19. júlí á Racecourse-vellinum, heimavelli Wrexham.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×