Sport

Nunez kominn til Celta Vigo

Antonio Nunez hefur skrifað undir þriggja ára samning við spænska liðið Celta Vigo en hann kemur frá Evrópumeisturum Liverpool. Nunez er því aftur kominn í spænska boltann eftir misheppnaða dvöl á Anfield. Nunez kom til Liverpool sem hluti af kaupverði Real Madrid á Michael Owen. "Ég ræddi við Nunez, og útskýrði fyrir honum hvers vegna ég tel hann ekki henta leikstíl okkar, og hann tók því vel." sagði Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, sem telur sig ekki hafa not fyrir leikmanninn. Celta Vigo ætlar ekki að láta staðar numið á leikmannamarkaðnum og er á eftir Kleberson hjá Manchester United auk Hugo Viana hjá Newcastle.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×