Viðskipti erlent

Olíuverðið nálgast sögulegt hámark

Olíuverð fór yfir sextíu og tvo dollara á fatið í morgun og nálgast nú metverðið sem náðist fyrr í sumar. Ástæðan er sú að talið er að olíubirgðir Bandaríkjanna séu í lágmarki og frést hefur af töluverðum vandkvæðum hjá olíuhreinsunarstöðvum. Fellibyljir hafa að sama skapi valdið vanda við Mexíkóflóa þar sem olíuframleiðsla er mikil en spáð er tuttugu og einum öflugum stormi og ellefu fellibyljum er spáð á svæðinu á næstunni. Að auki kom fráfall Fahds, konungs Sádi-Arabíu, illa við taugar olíukaupmanna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×