Erlent

Vilja að lífi Saddams verði þyrmt

Uppreisnarmenn í Írak eru nú sagðir eiga í samningaviðræðum við Bandaríkjamenn um að hætta árásum í skiptum fyrir líf Saddams Husseins. Þessu heldur Jalal Talabani, forseti Íraks, fram. Hann segir að uppreisnarmennirnir vilji ekki að Saddam verði tekinn af lífi, en réttarhöld hefjast von bráðar yfir einræðisherranum fyrrverandi. Verði hann fundinn sekur um þau brot sem hann er sakaður um, en meðal þeirra eru glæpir gegn mannkyni, er hugsanlegt að hann verði dæmdur til dauða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×