Aðeins óljóst með sjálfstæðismenn 9. ágúst 2005 00:01 Allir þingflokkar á Alþingi eru fylgjandi því að samkynhneigðir njóti sömu réttinda og aðrir nema Sjálfstæðisflokkurinn sem ekki hefur tekið afstöðu til málsins. Þingflokksformaður Sjálfstæðismanna styður baráttu samkynhneigðra fyrir fullum mannréttindum til jafns við aðra. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að flokkurinn væri fylgjandi auknum réttindum samkynhneigðra til fjölskylduþátttöku. Í samtali við fréttastofu sagði Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ummæli félagsmálaráðherra um helgina styrkja enn frekar það að málin verði kláruð í haust þannig að allur réttindapakki samkynhneigðra fari í gegn. Það ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að Samfylkingin styðji þessi mál. Að sögn Margrétar Sverrisdóttur, framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins, eiga samkynhneigðir að njóta fullra mannréttinda, þar á meðal rétturinn til frumættleiðinga, samkvæmt stefnuskrá flokksins. Þá sagði Steingrímur J Sigfússon vinstri - græna vera fylgjandi fullu jafnrétti, vilja ganga alla leið og klára málið. Því má einnig vænta stuðnings beggja flokkanna þegar kemur að því að taka málið upp á þingi. Einar Kristinn Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, gerir ekki ráð fyrir að þingflokkurinn taki afstöðu til málsins fyrr en á þingi í haust. Aðspurður um ummæli Árna Magnússonar um helgina segir Einar þau eftirtektarverð og hann hafi sjálfur lengi verið þeirrar skoðunar að það eigi að tryggja full lagaleg réttindi samkynhheigðra hér á landi. Það var þó ekki annað að heyra á Einari en að hann ætti von á farsælli niðurstöðu í ríkisstjórninni. „Við höfum alltaf verið menn til þess að koma okkur saman og ná niðurstöðu um mál í þessu stjórnarsamstarfi,“ segir hann og segist aðspurður ekki geta svarað fyrir hönd flokksins í þessu máli vegna þess að það hafi ekki komið inn á borð þingflokksins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Allir þingflokkar á Alþingi eru fylgjandi því að samkynhneigðir njóti sömu réttinda og aðrir nema Sjálfstæðisflokkurinn sem ekki hefur tekið afstöðu til málsins. Þingflokksformaður Sjálfstæðismanna styður baráttu samkynhneigðra fyrir fullum mannréttindum til jafns við aðra. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að flokkurinn væri fylgjandi auknum réttindum samkynhneigðra til fjölskylduþátttöku. Í samtali við fréttastofu sagði Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ummæli félagsmálaráðherra um helgina styrkja enn frekar það að málin verði kláruð í haust þannig að allur réttindapakki samkynhneigðra fari í gegn. Það ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að Samfylkingin styðji þessi mál. Að sögn Margrétar Sverrisdóttur, framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins, eiga samkynhneigðir að njóta fullra mannréttinda, þar á meðal rétturinn til frumættleiðinga, samkvæmt stefnuskrá flokksins. Þá sagði Steingrímur J Sigfússon vinstri - græna vera fylgjandi fullu jafnrétti, vilja ganga alla leið og klára málið. Því má einnig vænta stuðnings beggja flokkanna þegar kemur að því að taka málið upp á þingi. Einar Kristinn Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, gerir ekki ráð fyrir að þingflokkurinn taki afstöðu til málsins fyrr en á þingi í haust. Aðspurður um ummæli Árna Magnússonar um helgina segir Einar þau eftirtektarverð og hann hafi sjálfur lengi verið þeirrar skoðunar að það eigi að tryggja full lagaleg réttindi samkynhheigðra hér á landi. Það var þó ekki annað að heyra á Einari en að hann ætti von á farsælli niðurstöðu í ríkisstjórninni. „Við höfum alltaf verið menn til þess að koma okkur saman og ná niðurstöðu um mál í þessu stjórnarsamstarfi,“ segir hann og segist aðspurður ekki geta svarað fyrir hönd flokksins í þessu máli vegna þess að það hafi ekki komið inn á borð þingflokksins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira