Gamli sáttmáli víst gamall 29. júní 2005 00:01 Sagnfræðiprófessor við Háskóla Íslands hefur efasemdir um að Gamli sáttmáli, helsta plagg sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, sé yngri en talið var eins og haldið er fram í nýrri doktorsritgerð. Þar er því haldið fram að Gamli sáttmáli sé seinni tíma tilbúningur. Gamli sáttmáli er skjal sem skipar sérstakan sess í sögu og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Hann er nokkurs konar skilmálaskrá milli Íslendinga og Noregskonungs. Sáttmálinn var grundvallarplagg í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld og beitti Jón Sigurðsson honum óspart. Gamli sáttmáli er til í tveimur gerðum, sú eldri frá árinu 1262 en hin seinni frá árinu 1302, að því er talið hefur verið hingað til. Hann hefur hins vegar bara varðveist í uppskrift frá 15. og 16. öld. Patricia Pires Boulhosa, brasilískur sagnfræðingur, heldur því fram í doktorsritgerð við Cambridge að Gamli sáttmáli sé um 200 árum yngri en haldið var fram og spunameistarar 15. aldar hafi skrifað hann til að koma sér undan einokunarverslun við konung því þeir hafi viljað hefja viðskipti við Englendinga. Í því sambandi vísar hún til efnahagsástandins á þessum tveimur mismunandi tímum. Helgi Þorláksson prófessor segir kenningu hennar tímabæra, djarfa og þarfa. Hún gangi skrefinu lengra með því að velta því fyrir sér að textarnir séu „tilbúnir“ á þessum tíma. Hún vilji hins vegar ekki nota orðið „falsanir“ því þeir geti byggt á minningum eða óljósum hugmyndum en mótist ekki í rituðu máli fyrr en á umræddum tíma. Meðal annars er kveðið á um í Gamla sáttmála að konungur sendi árlega sex skip til Íslands og Patricia telur með vísan til efnahagsástandsins að aldur sáttmálans passi ekki, en Helgi telur það alveg ganga. Noregskonungur kom á einokunarverslun á 14. öld en 1419 skrifuðu Íslendingar honum bréf og minna á að ekki hafi verið staðið við skipin sex. Spurningin sé hvort það sé þá sannfærandi, að sögn Helga, að sá hópur, sem samanstóð af hirðsstjóra, lögmönnum og lögréttumönnum, búi það til. Hann segir að það sé líka til bréf frá konungi frá 1431 þar sem hann segir að það sé regla að sex skip fari frá Noregi til Íslands og önnur sex komi. Helgi segir óþarfa að endurskrifa skólabækur, a.m.k. strax. Það blasi hins vegar við að menn fari að skoða Gamla sáttmála í ljósi þessara hugmynda Patriciu. Doktorsritgerð Patriciu verður gefin út í haust og þá má búast við að fræðingar láti til sín taka í þessu gamla og nýja máli. Fréttir Innlent Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Sagnfræðiprófessor við Háskóla Íslands hefur efasemdir um að Gamli sáttmáli, helsta plagg sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, sé yngri en talið var eins og haldið er fram í nýrri doktorsritgerð. Þar er því haldið fram að Gamli sáttmáli sé seinni tíma tilbúningur. Gamli sáttmáli er skjal sem skipar sérstakan sess í sögu og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Hann er nokkurs konar skilmálaskrá milli Íslendinga og Noregskonungs. Sáttmálinn var grundvallarplagg í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld og beitti Jón Sigurðsson honum óspart. Gamli sáttmáli er til í tveimur gerðum, sú eldri frá árinu 1262 en hin seinni frá árinu 1302, að því er talið hefur verið hingað til. Hann hefur hins vegar bara varðveist í uppskrift frá 15. og 16. öld. Patricia Pires Boulhosa, brasilískur sagnfræðingur, heldur því fram í doktorsritgerð við Cambridge að Gamli sáttmáli sé um 200 árum yngri en haldið var fram og spunameistarar 15. aldar hafi skrifað hann til að koma sér undan einokunarverslun við konung því þeir hafi viljað hefja viðskipti við Englendinga. Í því sambandi vísar hún til efnahagsástandins á þessum tveimur mismunandi tímum. Helgi Þorláksson prófessor segir kenningu hennar tímabæra, djarfa og þarfa. Hún gangi skrefinu lengra með því að velta því fyrir sér að textarnir séu „tilbúnir“ á þessum tíma. Hún vilji hins vegar ekki nota orðið „falsanir“ því þeir geti byggt á minningum eða óljósum hugmyndum en mótist ekki í rituðu máli fyrr en á umræddum tíma. Meðal annars er kveðið á um í Gamla sáttmála að konungur sendi árlega sex skip til Íslands og Patricia telur með vísan til efnahagsástandsins að aldur sáttmálans passi ekki, en Helgi telur það alveg ganga. Noregskonungur kom á einokunarverslun á 14. öld en 1419 skrifuðu Íslendingar honum bréf og minna á að ekki hafi verið staðið við skipin sex. Spurningin sé hvort það sé þá sannfærandi, að sögn Helga, að sá hópur, sem samanstóð af hirðsstjóra, lögmönnum og lögréttumönnum, búi það til. Hann segir að það sé líka til bréf frá konungi frá 1431 þar sem hann segir að það sé regla að sex skip fari frá Noregi til Íslands og önnur sex komi. Helgi segir óþarfa að endurskrifa skólabækur, a.m.k. strax. Það blasi hins vegar við að menn fari að skoða Gamla sáttmála í ljósi þessara hugmynda Patriciu. Doktorsritgerð Patriciu verður gefin út í haust og þá má búast við að fræðingar láti til sín taka í þessu gamla og nýja máli.
Fréttir Innlent Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira