Gamli sáttmáli víst gamall 29. júní 2005 00:01 Sagnfræðiprófessor við Háskóla Íslands hefur efasemdir um að Gamli sáttmáli, helsta plagg sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, sé yngri en talið var eins og haldið er fram í nýrri doktorsritgerð. Þar er því haldið fram að Gamli sáttmáli sé seinni tíma tilbúningur. Gamli sáttmáli er skjal sem skipar sérstakan sess í sögu og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Hann er nokkurs konar skilmálaskrá milli Íslendinga og Noregskonungs. Sáttmálinn var grundvallarplagg í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld og beitti Jón Sigurðsson honum óspart. Gamli sáttmáli er til í tveimur gerðum, sú eldri frá árinu 1262 en hin seinni frá árinu 1302, að því er talið hefur verið hingað til. Hann hefur hins vegar bara varðveist í uppskrift frá 15. og 16. öld. Patricia Pires Boulhosa, brasilískur sagnfræðingur, heldur því fram í doktorsritgerð við Cambridge að Gamli sáttmáli sé um 200 árum yngri en haldið var fram og spunameistarar 15. aldar hafi skrifað hann til að koma sér undan einokunarverslun við konung því þeir hafi viljað hefja viðskipti við Englendinga. Í því sambandi vísar hún til efnahagsástandins á þessum tveimur mismunandi tímum. Helgi Þorláksson prófessor segir kenningu hennar tímabæra, djarfa og þarfa. Hún gangi skrefinu lengra með því að velta því fyrir sér að textarnir séu „tilbúnir“ á þessum tíma. Hún vilji hins vegar ekki nota orðið „falsanir“ því þeir geti byggt á minningum eða óljósum hugmyndum en mótist ekki í rituðu máli fyrr en á umræddum tíma. Meðal annars er kveðið á um í Gamla sáttmála að konungur sendi árlega sex skip til Íslands og Patricia telur með vísan til efnahagsástandsins að aldur sáttmálans passi ekki, en Helgi telur það alveg ganga. Noregskonungur kom á einokunarverslun á 14. öld en 1419 skrifuðu Íslendingar honum bréf og minna á að ekki hafi verið staðið við skipin sex. Spurningin sé hvort það sé þá sannfærandi, að sögn Helga, að sá hópur, sem samanstóð af hirðsstjóra, lögmönnum og lögréttumönnum, búi það til. Hann segir að það sé líka til bréf frá konungi frá 1431 þar sem hann segir að það sé regla að sex skip fari frá Noregi til Íslands og önnur sex komi. Helgi segir óþarfa að endurskrifa skólabækur, a.m.k. strax. Það blasi hins vegar við að menn fari að skoða Gamla sáttmála í ljósi þessara hugmynda Patriciu. Doktorsritgerð Patriciu verður gefin út í haust og þá má búast við að fræðingar láti til sín taka í þessu gamla og nýja máli. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Sagnfræðiprófessor við Háskóla Íslands hefur efasemdir um að Gamli sáttmáli, helsta plagg sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, sé yngri en talið var eins og haldið er fram í nýrri doktorsritgerð. Þar er því haldið fram að Gamli sáttmáli sé seinni tíma tilbúningur. Gamli sáttmáli er skjal sem skipar sérstakan sess í sögu og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Hann er nokkurs konar skilmálaskrá milli Íslendinga og Noregskonungs. Sáttmálinn var grundvallarplagg í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld og beitti Jón Sigurðsson honum óspart. Gamli sáttmáli er til í tveimur gerðum, sú eldri frá árinu 1262 en hin seinni frá árinu 1302, að því er talið hefur verið hingað til. Hann hefur hins vegar bara varðveist í uppskrift frá 15. og 16. öld. Patricia Pires Boulhosa, brasilískur sagnfræðingur, heldur því fram í doktorsritgerð við Cambridge að Gamli sáttmáli sé um 200 árum yngri en haldið var fram og spunameistarar 15. aldar hafi skrifað hann til að koma sér undan einokunarverslun við konung því þeir hafi viljað hefja viðskipti við Englendinga. Í því sambandi vísar hún til efnahagsástandins á þessum tveimur mismunandi tímum. Helgi Þorláksson prófessor segir kenningu hennar tímabæra, djarfa og þarfa. Hún gangi skrefinu lengra með því að velta því fyrir sér að textarnir séu „tilbúnir“ á þessum tíma. Hún vilji hins vegar ekki nota orðið „falsanir“ því þeir geti byggt á minningum eða óljósum hugmyndum en mótist ekki í rituðu máli fyrr en á umræddum tíma. Meðal annars er kveðið á um í Gamla sáttmála að konungur sendi árlega sex skip til Íslands og Patricia telur með vísan til efnahagsástandsins að aldur sáttmálans passi ekki, en Helgi telur það alveg ganga. Noregskonungur kom á einokunarverslun á 14. öld en 1419 skrifuðu Íslendingar honum bréf og minna á að ekki hafi verið staðið við skipin sex. Spurningin sé hvort það sé þá sannfærandi, að sögn Helga, að sá hópur, sem samanstóð af hirðsstjóra, lögmönnum og lögréttumönnum, búi það til. Hann segir að það sé líka til bréf frá konungi frá 1431 þar sem hann segir að það sé regla að sex skip fari frá Noregi til Íslands og önnur sex komi. Helgi segir óþarfa að endurskrifa skólabækur, a.m.k. strax. Það blasi hins vegar við að menn fari að skoða Gamla sáttmála í ljósi þessara hugmynda Patriciu. Doktorsritgerð Patriciu verður gefin út í haust og þá má búast við að fræðingar láti til sín taka í þessu gamla og nýja máli.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira