Sport

Kezman til Atletico Madrid

Sóknarmaðurinn Mateja Kezman er á förum frá Chelsea til spænska liðsins Atletico Madrid að sögn umboðsmanns hans í dag. Kezman vill ólmur komast frá Chelsea þar sem hann sat meirihluta síðasta tímabils á varamannabekknum. Enskir og spænskir fjölmiðlar segja að félögin hafi komist að samkomulagi um kaupverð sem ekki hefur þó verið gefið upp. Madridarliðinu liggur þó ekki mikið á að ganga frá kaupunum strax að sögn Sky fréttastofunnar. Enn er möguleiki á að félagið nái að landa argentínska landsliðsmanninum Javier Saviola hjá Barcelona. Saviola er með evrópskt vegabréf sem hinn serbneski Kezman hefur ekki. Vegabréfið myndi gera Atletico kleift að fylla aðra stöðu í liðinu með "erlendum" leikmanni en félag má ekki hafa fleiri en þrjá slíka leikmenn innan sinna raða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×