Innlent

Garðabær getur ekki ákveðið launin

Sérsamningur við kennara í Sjálandsskóla, nýjum grunnskóla Garðabæjar, getur ekki orðið að veruleika nema launanefnd sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands samþykki hann. Eiríkur Jónsson segir að vilji starfsfólk grunnskólanna almennt breytt fyrirkomulag og sveitarfélög séu tilbúin að greiða verulega hærri laun, án þess að réttindum sé fórnað, sé Kennarasambandið tilbúið að skoða málin. Samningar verði ekki staðfestir nema skilyrðin séu uppfyllt: "Við förum ekki að selja það frelsi sem þó er eftir af vinnutímanum fyrir ekki neitt." Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, segir fagnaðarefni ef bæjarstjórnin í Garðabæ vilji hafa forgöngu um breytt fyrirkomulag. Hve há laun verði greidd lúti samþykki launanefndarinnar: "Þetta er eitthvað sem verður að skoða og krónutalan hlýtur að draga einhvern dám af vinnufyrirkomulagi og vinnutíma."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×