
Jóhannes Jónsson kaupmaður, Jóhannes í Bónus verður aðalgestur Strákanna á Stöð 2 í kvöld. Jóhannes breðgur rækilega á leik með Strákunum en þeir skora meðal annars á hann í svínakapphlaupi.
Pétur Jóhann kafar í sálartetur Jóhannesar að hætti Jóns Ársæls og þá verður Jóhannes í kostulegri "stjórnun" hjá Strákunum fyrir utan Bónus og lendir þar í að ræða við viðskiptavini sína á allsérkennilegum en stórskemmtilegum nótum.