Enski boltinn

Mourinho vill breyta landsleikjafyrirkomulagi

Jose Mourinho hatar landsleiki.
Jose Mourinho hatar landsleiki. MYND/Getty

Jose Mourinho hjá Chelsea hefur enn einu sinni tjáð sig um landsleikjamál í fótboltanum og nú heldur hann því fram að það sé algjörlega tilgangslaust að spila 15 leiki sem hafa þann eina tilgang að láta leikmenn lenda í meiðslum.

"Það er einfaldlega of mikið að hafa riðla með sjö til átta liðum sem spila 14-16 leiki til að komast áfram í lokakeppni. Þetta verður bara til þess að leikmenn meiðast. Það er of mikið af landsleikjum hjá sterkum þjóðum við lakari þjóðir," sagði Mourinho við portúgalska dagblaðið O Jogo í gær. Portúgalinn kom jafnframt með tillögu að lausn.

"Bestu landsliðin léku gegn þeim bestu og þau lélegestu gegn þeim lélegustu. Í staðinn fyrir að sjá Portúgal spila gegn Kazakhstan og England gegn San Marino, sjáum Kazakhstan spila gegn San Marino og Portúgal gegn Englandi," sagði Mourinho, sem eins og alltaf hefur einstaklega einfalda sýn á hlutunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×