Enski boltinn

Van Persie bjargaði Arsenal

Leikmenn Arsenal fagna marki Gilberto Silva í kvöld á skemmtilegan hátt.
Leikmenn Arsenal fagna marki Gilberto Silva í kvöld á skemmtilegan hátt. MYND/Getty

Arsenal komst upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildinnar nú í kvöld með því að bera sigurorð af Watford á útivelli, 1-2. Nýliðarnir létu leikmenn Arsenal heldur betur hafa fyrir hlutunum og það var ekki fyrr en sjö mínútum fyrir leikslok að Robin van Persie náði að skora sigurmark Arsenal.

Brasilíski miðjumaðurinn Gilberto hafði komið gestunum yfir á 19. mínútu en sprækt lið Watford náði að jafna metin aðeins fjórum mínútum síðar með marki Tommy Smith. Það var síðan áðurnefndur Persie sem reyndist hetja Arsenal að þessu sinni.

Með sigrinum komst Arsenal upp í 5. sæti deildarinnar með 36 stig, jafn mörg stig og Liverpool en Arsenal er með betri markatölu. Portsmouth og Bolton koma í sætunum þar fyrir ofan en sem fyrr hafa Manchester United og Chelsea mikla yfirburði á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×