Viðskipti erlent

Olíuverð lækkaði

Frá olíuframleiðslusvæði.
Frá olíuframleiðslusvæði. Mynd/AFP

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði um rúman einn og hálfan bandaríkjadal á helstu fjármálamörkuðum í dag. Helsta ástæðan er minni eftirspurn eftir eldsneyti í Bandaríkjunum yfir jólin vegna góðs veðurfars. Lækkunin sló á fyrri hækkun á hráolíuverði vegna ótta við að Íranar drægju úr olíuframleiðslu vegna refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna.

Hráolíuverðið lækkaði um 1,565 dali og fór í 60,85 dali á tunnu á markaði í New York í Bandaríkjunum en verð á Norðursjávarolíu lækkaði um 1,54 dali á markaði í Lundúnum í Bretlandi og fór í 60,88 dali á tunnu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×