Fótbolti

Fjögur stórlið fyrir rétt

Nú styttist í að réttarhöld hefjist í stóra hneykslismálinu í ítalska boltanum, þar sem búast má við mjög hörðum refsingum til handa þeim sem verða fundnir sekir
Nú styttist í að réttarhöld hefjist í stóra hneykslismálinu í ítalska boltanum, þar sem búast má við mjög hörðum refsingum til handa þeim sem verða fundnir sekir NordicPhotos/GettyImages

Í stuttri fréttatilkynningu frá Ítalíu í dag kemur fram að risafélögin Juventus, AC Milan, Fiorentina og Lazio hafi öll verið boðuð til að mæta fyrir rétt vegna þáttar síns í stóra knattspyrnuhneykslinu sem riðið hefur yfir ítalska knattspyrnu á síðustu vikum.

Sérstakur saksóknari var skipaður í málinu, sem tekur á 30 ákæruatriðum sem snúa að spillingu í ítölsku knattspyrnunni. Refsing þeirra félaga eða aðila sem fundnir verða sekir í málinu getur verið allt frá fjársektum upp í leikbönn, fangelsi eða brottrekstur úr deildarkeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×