Viðskipti erlent

Hagnaður umfram væntingar

Hagnaður gosdrykkjaframleiðandans Pepsi  var umfram væntingar á öðrum ársfjórðungi.
Hagnaður gosdrykkjaframleiðandans Pepsi var umfram væntingar á öðrum ársfjórðungi. Mynd/Getty Images

Hagnaður bandaríska gosdrykkjaframleiðandans PepsiCo jókst um 14 prósent á öðrum fjórðungi ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Hagnaðurinn nam 1,36 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 101 milljarðs íslenskra króna, eða 80 sentum á hlut sem er þremur sentum umfram væntingar.

Þá jukust tekjur Pepsi sömuleiðis um 12 prósent á fjórðungnum en þær námu 8,6 milljörðum dala, jafnvirði tæplega 642 milljarða íslenskra króna.

Að sögn fyrirtækisins átti aukin sala í orkudrykkjum og vatni stærstan þátt í auknum hagnaði fyrirtækisins. Sala á gosdrykkjum dróst hins vegar saman um 1 prósent á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×