Viðskipti erlent

Stýrivextir hækkuðu í Japan

Toshihiko Fukui, seðlabankastjóri Japans, greindi frá fyrstu hækkun stýrivaxta í landinu í sex ár í dag.
Toshihiko Fukui, seðlabankastjóri Japans, greindi frá fyrstu hækkun stýrivaxta í landinu í sex ár í dag. Mynd/AFP

Seðlabanki Japans hækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag en þetta er fyrsta stýrivaxtahækkun bankans í sex ár. Vextirnir hafa verið núll prósent síðan í ágúst árið 2000 en eru nú 0,25 prósent.

Toshihiko Fukui, seðlabankastjóri Japans, segir bankann fylgjast mjög vel með þróun efnahagsmála og ákveða hvort þörf sé á frekari hækkunum í framtíðinni.

Fjármálasérfræðingar segja um sögulega stund að ræða og sé ljóst að stjórn seðlabankans hafi tekið ákvörðunina eftir að seðlabankar í Evrópu og Bandaríkjunum hækkuðu stýrivexti sína fyrir skemmstu. Þrátt fyrir þetta er ekki búist við frekari hækkunum í bráð og fremur talið að 25 punkta hækkunin verði látin standa í nokkurn tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×