Viðskipti erlent

Coca Cola skilaði methagnaði

Gosdrykkjaframleiðandinn Coca Cola skilaði methagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins.
Gosdrykkjaframleiðandinn Coca Cola skilaði methagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins.

Hagnaður bandaríska gosrisans Coca Cola nam 1,85 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 140 milljarða íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er sjö prósenta hækkun á milli ára og heilum 6 sentum meira á hlut en fjármálasérfræðingar höfðu spáð fyrir um. Hagnaður fyrirtækisins á fyrstu sex mánuðum ársins hefur aldrei verið meiri.

Tekjur námu 6,48 milljörðum dala, tæpum 492 milljörðum íslenskra króna og er það þriggja prósenta hækkun frá sama tíma í fyrra.

Að sögn fyrirtækisins jókst sala á drykkjum og öðrum vörum fyrirtækisins að meðaltali um 4 prósent um allan heim en mest var söluaukningin í Kína, Rússlandi, Tyrklandi og í Argentínu. Til samanburðar jókst salan einungis um 2 prósent í Bandaríkjunum sjálfum en um 7 prósent í Suður-Ameríku.

Hagnaður Coca Cola á fyrstu sex mánuðum ársins nam 2,94 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 223 milljarða íslenskra króna, og er það nýtt met frá sama tíma á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×