Viðskipti erlent

Segir forstjórann sekan

fallni forstjórinn Takefumi Horie, fyrrverandi forstjóri netfyrirtækisins Livedoor, ásamt bílstjóra er hann kom til réttarhaldanna í Tókýó í Japan á föstudag.
Markaðurinn/AP
fallni forstjórinn Takefumi Horie, fyrrverandi forstjóri netfyrirtækisins Livedoor, ásamt bílstjóra er hann kom til réttarhaldanna í Tókýó í Japan á föstudag. Markaðurinn/AP
Ryoji Miyauchi, fyrrverandi fjármálastjóri japanska netfyrirtækisins Livedoor, fór í vitnastúkuna í bókhaldssvikamáli gegn fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins í héraðsdómi í Tókýó í Japan á föstudag í síðustu viku. Miyauchi sagði Takefumi Horie, stofnanda og fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, hafa vísvitandi falsað afkomutölur fyrirtækisins á síðasta ári og látið sem fyrirtækið hefði skilað hagnaði þegar afkoman var í raun á hinn veginn. Þegar upp komst að fjármálayfirvöld í Japan væru að rannsaka bókhaldssvik fyrirtækisins í janúar síðastliðnum reyndu fjölmargir fjárfestar að losa sig við bréf í fyrirtækinu með þeim afleiðingum að tölvukerfi kauphallarinnar í Tókýó hrundi og varð að loka fyrir viðskipti í henni tuttugu mínútum fyrir venjulegan lokunartíma. Fyrirtækið, sem enn er starfandi, var afskráð úr kauphöllinni vegna svikanna í apríl síðastliðnum. Yfirlýsing fjármálastjórans fyrrverandi þykir áfangasigur fyrir saksóknaraembættið í Japan og auka líkurnar á að Horie, sem lýst hefur yfir sakleysi sínu, verði sakfelldur fyrir brot sín. Verði hann fundinn sekur getur hann átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi.- jab





Fleiri fréttir

Sjá meira


×