Innlent

Spurður út í starfsemi Gaums

Jón Ásgeir Jóhannesson Var yfirheyrður í gær vegna meinta skattabrota.
fréttablaðið/gva
Jón Ásgeir Jóhannesson Var yfirheyrður í gær vegna meinta skattabrota. fréttablaðið/gva MYND/GVA

Jóhannes Jónsson var yfirheyrður í gær af starfsmönnum embættis Ríkislögreglustjóra vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum er tengjast starfsemi Fjárfestingafélagsins Gaums. Jóhannes er stjórnarformaður í félaginu.

Jóhannes var yfirheyrður í tvo og hálfan tíma í húsakynnum Ríkislögreglustjóra. ¿Ég þurfti að vera í þessu musteri réttlætisins í um tvo og hálfan tíma. Mér finnst með ólíkindum að Jón H.B. Snorrason og Haraldur Johannessen fái að stjórna enn einni aðförinni að mér, fjölskyldu minni og fyrirtækinu sem við tengjumst," sagði Jóhannes.

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs og sonur Jóhannesar Jónssonar, hefur þegar verið yfirheyrður vegna rannsóknar Ríkislögreglustjóra á meintum skattalagabrotum Baugs og Gaums.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×