Enski boltinn

Chelsea hefur ekki spurt um Richards

Micah Richards hefur blómstrað hjá Man. City í vetur þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gamall.
Micah Richards hefur blómstrað hjá Man. City í vetur þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gamall. MYND/Getty

Stuart Pearce, stjóri Manchester City, segir að Chelsea hafi ekki verið í neinu sambandi við sig varðandi varnarmanninn unga Micah Richards. Hinn ungi enski landsliðsmaður hefur vakið mikla athygli í vetur og Chelsea er sagt vera að undirbúa risatilboð í leikmanninn.

"Ég hef ekkert heyrt í Chelsea," sagði Pearce skýrt og skorinótt við enska miðla í dag. Hann viðurkenndi hins vegar að hann sjálfur hefði spurst fyrir um Shaun Wright-Phillips.

Talið er að Chelsea sé tilbúið að láta Wright-Phillips fara til Manchester City, en einungis sem hluti af kaupverði upp í Richards. "Við erum ekki í þeirri stöðu og við vorum fyrir tveimur árum - þegar við urðum að selja leikmenn. Leikmenn munu aðeins fara frá Man. City ef við teljum að það sé hagur félagsins," bætti Pierce við.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×