Enski boltinn

Lescott einbeitir sér að Everton

Lescott hafði góðar gætur á Cristiano Ronaldo þegar Everton og Manchester United mættust fyrr í vetur.
Lescott hafði góðar gætur á Cristiano Ronaldo þegar Everton og Manchester United mættust fyrr í vetur. MYND/Getty

Joleon Lescott, varnarmaður Everton, er með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir að vera sterklega orðaður við enska landsliðið eftir frábæra frammistöðu með liði sínu í vetur. Lescott kom til Everton frá Wolves í sumar og hefur slegið í gegn á Goodison Park.

"Ég leiði svona vangaveltur algjörlega framhjá mér. Ég einbeiti mér að því að standa mig vel fyrir Everton og ef það leiðir til einhvers meira, þá yrði það frábært. Hver veit hvað gerist í framtíðinni," sagði Lescott við opinbera heimasíðu Everton.

"Ég er mjög ánægður með hverning tímabilið hefur þróast hjá mér. Ég hef spilað fleiri leiki en ég hélt og það hefur gengið betur en á átti von á. Ég er hins vegar ennþá með báða fætur á jörðinni," sagði Lesott, en hann spilar bæði í stöðu vinstri bakvarðar og miðvarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×