Enski boltinn

Myndi láta Drogba í vörnina ef ég gæti

Didier Drogba virðist vera mjög fjölhæfur og gæti meðal annars leikið í vörninni.
Didier Drogba virðist vera mjög fjölhæfur og gæti meðal annars leikið í vörninni. MYND/Getty

Didier Drogba yrði settur í öftustu varnarlínu Chelsea ef það væru til fleiri heilir sóknarmenn hjá liðinu, að sögn stjórans Jose Mourinho. Drogba lék framan af sínum ferli sem bakvörður og hefur líkamlega burði til að vera miðvörður í ensku úrvalsdeildinni. Hann fær hins vegar ekki tækifæri til þess.

John Terry er meiddur og eftir að hafa selt William Gallas og Robert Huth í sumar er Richardo Carvalho eini náttúrulegi og heili miðvörðurinn sem er á mála hjá félaginu. Vörn Chelsea hefur ekki verið sannfærandi í fjarveru Terry og er Mourinho að reyna að finna leiðir til að stoppa upp í götin.

"Það er synd að við skulum líka eiga í vandræðum í sóknarleiknum því annars myndi ég láta Drogba spila í miðverðinum," viðurkenndi Drogba.

"Ég hef engann Joe Cole, ég hef engann Arjen Robben. Ég hef Shevchenko, en hann er að spila langt, langt undir getu. Drogba er eini almennilegi framherjinn minn svo að ég get ekki látið hann spila í vörninni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×