Innlent

Gert upp á staðnum

MYND/Hari

Lögreglan í Árnessýslu býður fólki upp á að ganga frá sektum sínum á fljótlegan og einfaldan hátt. Svo virðist sem ökumenn, sem teknir eru fyrir hin ýmsu umferðarlagabrot á þjóðvegum landsins, fagni því að geta gengið frá málinu á staðnum og greitt sektina með debet- eða kreditkorti.

"Fjölmargir hafa lokið málinu með þessum hætti," segir Jón Lárusson varðstjóri hjá lögreglunni í Árnessýslu.

"við byrjuðum á þessu, það er að hafa posa í bílunum, svo að að erlendir ferðamenn gætu gengið frá sínum sektum strax. Í framhaldi af því ákváðum við að bjóða Íslendingum upp á þessa lausn líka. Nú er reglan hjá okkur að bjóða öllum upp á að ljúka málinu með þessum hætti. Sumir kjósa að gera það, en aðrir ekki og það er ekkert mál," sagði Jón.

Hann kvaðst ekki vita hvort þessi hátturinn væri hafður á um allt land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×