Fótbolti

Henry telur Frakka geta spjarað sig án Zidane

Thierry Henry leikmaður Arsenal og franska landsliðsins telur að Frakkar muni vinna þrátt fyrir að Zinidine Zidane verði í leikbanni í seinasta leik þeirra á móti Tógó á föstudag.

Þetta er leikur sem Frakkar verða að vinna ætli þeir að eiga möguleika á að komast í 16 liða úrslitin. Zidane sem fékk gult spjald gegn Suður Kóreu á sunnudag verður í banni vegna tveggja gulra spjalda. Ef liitð er á árangur Frakka í seinustu keppni þar sem Zidane var meiddur í riðlakeppninni þá verður að segjast að það er ekki sjálfgefið að þeir vinni Tógó. Frakkar verða að vinna Tógó, jafntefli eða tap þýðir að Sviss og Suður Kórea komast áfram í 16 liða úrslit. Jafnvel þótt Frakkar vinni Tógo er ekki sjálfgefið að þeir komist áfram. Fari svo að Sviss og Suður Kórea geri jafntefli í síðast leik riðlakeppninnar verða Sviss, Suður Kórea og Frakkland jöfn með 5 stig og þá ræður markaskor og síðar innbyrðis viðureign liða sem eru jöfn að stigum. Það má því búast við hörkuleik á föstudag í G-riðli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×