Abramovich ætlar að minnka við leikmannakaup 24. desember 2006 20:00 Það skemmtilegasta sem Roman Abramovich gerir er að fylgjast með liði sínu í eldlínunni á Stamford Bridge. MYND/Getty Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich segir í viðtali við hið virta dagblað The Observer í Bretlandi að hann hyggist draga úr fjárveitingum til leikmannakaupa hjá félaginu á næstunni og leggja traust sitt á ungu leikmennina hjá félaginu. Rússinn kemur víða við í viðtalinu og greinir einnig frá sambandi sínu við Jose Mourinho. "Okkar markmið er að framleiða okkar eigin leikmenn í gegnum akademíuna, sem er orðin mjög öflug. Við munum eyða minni pening á leikmannamarkaðinum í nánustu framtíð," segir Abramovich, en hann hefur gefið afar fá viðtöl síðan hann kom til Englands og tók yfir Chelsea árið 2003. Abramovich segist meðal annars ekki þola að tapa. "Ég verð ótrúlega svekktur þegar við töpum. Ég á erfitt með að sætta mig við tap," sagði Rússinn en bætti því við að sælutilfinningin sem fylgdi meistaratitlinum 2005 hefði verið engri annari lík. "Þeir sem þekkja mig hafa stundum haldið því fram að það sem ég er að gera hér hjá Chelsea sé bara eitthvað stundargaman og nú þegar við erum búnir að vinna deildina í tvígang þá langi mig að snúa mér að einhverju öðru. Þetta er einfaldlega ekki rétt," segir Abramovich einnig í viðtalinu. "Þvert á móti er ég spenntari sem aldrei fyrr núna. Ég er spenntastur fyrir þetta tímabil heldur en þau fyrri sem ég hef verið hér. Hver einasti leikur er tilhlökkun fyrir mér. Titilinn sjálfur í lok tímabilsins er í raun aukaatriði - það er spennan fyrir hvern einasta leik sem er aðalmálið," sagði Rússinn. Spurður um samband sitt við knattspyrnustjórann Jose Mourinho sagði Abramovich það vera fyrst og fremst faglegt. "Við erum ekki nánir en sambandið er samt nægilega náið," sagði Abramovich og reyndi að snúa sér undan spurningunni. "Ég ber mikla virðingu fyrir honum," bætti hann við. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira
Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich segir í viðtali við hið virta dagblað The Observer í Bretlandi að hann hyggist draga úr fjárveitingum til leikmannakaupa hjá félaginu á næstunni og leggja traust sitt á ungu leikmennina hjá félaginu. Rússinn kemur víða við í viðtalinu og greinir einnig frá sambandi sínu við Jose Mourinho. "Okkar markmið er að framleiða okkar eigin leikmenn í gegnum akademíuna, sem er orðin mjög öflug. Við munum eyða minni pening á leikmannamarkaðinum í nánustu framtíð," segir Abramovich, en hann hefur gefið afar fá viðtöl síðan hann kom til Englands og tók yfir Chelsea árið 2003. Abramovich segist meðal annars ekki þola að tapa. "Ég verð ótrúlega svekktur þegar við töpum. Ég á erfitt með að sætta mig við tap," sagði Rússinn en bætti því við að sælutilfinningin sem fylgdi meistaratitlinum 2005 hefði verið engri annari lík. "Þeir sem þekkja mig hafa stundum haldið því fram að það sem ég er að gera hér hjá Chelsea sé bara eitthvað stundargaman og nú þegar við erum búnir að vinna deildina í tvígang þá langi mig að snúa mér að einhverju öðru. Þetta er einfaldlega ekki rétt," segir Abramovich einnig í viðtalinu. "Þvert á móti er ég spenntari sem aldrei fyrr núna. Ég er spenntastur fyrir þetta tímabil heldur en þau fyrri sem ég hef verið hér. Hver einasti leikur er tilhlökkun fyrir mér. Titilinn sjálfur í lok tímabilsins er í raun aukaatriði - það er spennan fyrir hvern einasta leik sem er aðalmálið," sagði Rússinn. Spurður um samband sitt við knattspyrnustjórann Jose Mourinho sagði Abramovich það vera fyrst og fremst faglegt. "Við erum ekki nánir en sambandið er samt nægilega náið," sagði Abramovich og reyndi að snúa sér undan spurningunni. "Ég ber mikla virðingu fyrir honum," bætti hann við.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira