Enski boltinn

Wenger: Walcott verður landsliðsmaður

Theo Walcott er stöðugt að bæta sig, að sögn Arsene Wenger.
Theo Walcott er stöðugt að bæta sig, að sögn Arsene Wenger. MYND/AFP

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, spáir því að árið 2007 eigi eftir að verða Theo Walcott, 17 ára leikmanni liðsins, einstaklega gæfuríkt. Wenger gengur svo langt að spá Walcott landsliðssæti á árinu.

"Hann hefur tekið stórstígum framförum á þessu ári og er í raun annar leikmaður en hann var fyrir hálfu ári síðan," segir Wenger, en sem kunnugt er var Walcott valinn í enska landsliðshópinn fyrir HM í Þýskalandi í sumar, þar sem hann kom þó ekkert við sögu.

"Áður var það nánast aðeins ógnarhraði hans sem olli varnarmönnum hugarangri en nú er leikur hans mun fjölbreyttari. Hann er virkilega snjall sóknarmaður. Ég trúi því staðfastlega að hann muni koma til greina í enska landsliðið á næsta ári. Hann mun spila mun meira fyrir Arsenal á næsta ári," segir Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×