Innlent

Afar stolt af hlut kvenna

Steinunn Stefánsdóttir Aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins.
Steinunn Stefánsdóttir Aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins.

Steinunn Stefánsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins. Steinunn hefur verið blaðamaður og ritstjórnarfulltrúi á Fréttablaðinu frá stofnun þess 1. apríl árið 2001. Mér þykir afar vænt um Fréttablaðið og hlakka mikið til að takast á við ný verkefni, segir Steinunn.

Eftir því sem næst verður komist er hún fyrst kvenna til að gegna svo veigamiklu starfi á íslensku dagblaði en fyrir gegna tvær konur störfum fréttastjóra á blaðinu. Steinunn kveðst stolt og ánægð með ríkan þátt kvenna í stjórnun blaðsins.

Ég er afar stolt af hlut kvenna hjá Fréttablaðinu og vona að þetta sé til marks um breytta tíma hjá fjölmiðlum.

Steinunn hefur BA-próf í íslensku og almennum málvísindum og próf í uppeldis- og kennslufræði. Áður en hún hóf störf á Fréttablaðinu var hún blaðamaður á DV, upplýsingafulltrúi Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, fræðslufulltrúi Bankamannaskólans og framhaldsskólakennari.

Steinunn er fædd árið 1961. Hún er gift Arthuri Morthens og á þrjár dætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×