Lífið

Þúsundasti viðskiptavinur SKO

Ragnhildur Ágústsdóttir, þjónustu- og vefstjóri SKO, afhendir þúsundasta viðskiptavininum, Báru Hólmgeirsdóttur, blómvönd.
Ragnhildur Ágústsdóttir, þjónustu- og vefstjóri SKO, afhendir þúsundasta viðskiptavininum, Báru Hólmgeirsdóttur, blómvönd.

Rúmlega eitt þúsund manns hafa skráð sig í farsímaþjónustu lággjaldasímafélagsins SKO. Þúsundasti viðskiptavinur fyrirtækisins, Bára Hólmgeirsdóttir, var heiðruð sérstaklega af því tilefni og fékk hún 10 þúsund króna inneign og blómvönd frá fyrirtækinu.

Bára segir að SKO hefði orðið fyrir valinu hjá henni og eiginmanni sínum vegna þess hversu einfalt og fljótlegt það var að skrá sig í GSM þjónustuna. "Við vorum að flytja heim eftir dvöl í Danmörku og því var nóg að gera hjá okkur í flutningum. Þess vegna kom sér vel að eiga kost á því að skrá sig fyrir farsímaþjónustu um Netið. Það var afar einfalt og sparaði okkur mikinn tíma."

SKO, sem er lággjalda farsímafélag, tók til starfa þann 1. apríl. Fyrirtækið býður einfaldari verðskrá og lægra verð á farsímaþjónustu en áður hefur þekkst hér á landi. Viðtökur við þjónustunni eru afar góðar og hefur viðskiptavinum fjölgað jafnt og þétt.



 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.