Lífið

U2 tónleikar á DVD

U2 aðdáendur geta nú glaðst og náð sér í einhverja stórkostlegustu tónleika sveitarinn á DVD.
U2 aðdáendur geta nú glaðst og náð sér í einhverja stórkostlegustu tónleika sveitarinn á DVD.
Þann 18 september kemur út á DVD rómaðir U2 tónleikar frá 1993. Tónleikarnir voru á Zoo TV tónleikaferðinn, þegar þeir voru að fylgja eftir plötunni "Achtung Baby". Af mörgum er þessi tónleikaför talin með þeim stórkostlegustu frá upphafi rokktónlistar, þar sem sviðið var umkringt með hundruðum risa sjónvarpsskjáum.

Zoo TV: Live From Sydney voru teknir upp á Sydney Football Stadium í Ástralíu. Á sínum tíma kom þessi konsert út á VHS formatinu, en núna hafa hljóm- og myndgæði verið betrumbætt til mikilla muna ásamt því að mikið verður um aukaefni á disknum.

Mun diskurinn koma út í tveimur útgáfum. Annars vegar sem einn DVD diskur þar sem tónleikarnir verða í heild sinni og hins vegar sem tvöfaldur DVD diskur þar sem einnig verður að finna heimildarmyndirnar "Trabantland", "A Fistful of Zoo TV", auka tónleikaupptökur og "Video Confessional", þar sem tónleikagestir voru teknir uppá svið þar sem þeir léttu á hjarta sínu á risastórum skjá á tónleikunum. Síðast enn ekki síst fer Bono í hlutverk hins alræmda "Mister Macphisto" og hrellir leiðtoga heimsins með símtölum sínum beint af sviðinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.