Sirrý í Ísland í bítið 8. febrúar 2006 21:05 Sigríður Arnardóttir - Sirrý - hefur verið ráðin til starfa hjá 365 miðlum og tekur við umsjón morgunþáttarins Ísland í bítið á NFS og Stöð 2 ásamt Heimi Karlssyni. Sigríður, sem á að baki langan og farsælan feril í íslenskum fjölmiðlum, birtist fyrst á skjánum við hlið Heimis í næstu viku, nánar tiltekið á föstudaginn 17. febrúar. Það þarf vart að kynna Sigríði til sögunnar. Hún hefur um árabil starfað við fjölmiðla á Íslandi og komið þar óvenju víða við. Kunnust eru hún að öllum líkindum fyrir spjallþátt sinn Sirrý - sem ítrekað var tilnefndur til Eddu-verðlauna. Þátturinn var í loftinu í 5 ár en áður en hann hóf göngu sína gat Sigríður sér gott orð sem ritstjóri Vikunnar. Þá hefur Sigríður einnig unnið að dagskrárgerð fyrir Ríkisútvarpið og -sjónvarp og var sem kunnugt er þula í Sjónvarpinu hér á árum áður. Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, sem verið hefur meðstjórnandi að Íslandi í bítið síðustu mánuði, snýr sér að öðrum spennandi verkefnum fyrir NFS og mun þar á meðal koma áfram við sögu í Íslandi í bítið. Ísland í bítið er fyrsti og eini íslenski morgunþátturinn sem sýndur er í íslensku sjónvarpi á virkum dögum. Allt síðan Stöð 2 braut blað í sögu íslensks sjónvarps með því að hefja útsendingar á morgunsjónvarpi árið 1999 hefur Ísland í bítið skipað fastan sess í lífsmynstri fjölda landsmanna. Ísland í bítið er fjölbreyttur fréttatengdur dægurmálaþáttur þar sem fjallað er um það sem efst er á baugi hverju sinni í landinu. Umfjöllun um allt milli himins og jarðar; matur, ráðgjöf, umræða, tíska, stjórnmál og gamanmál. Fréttir á heila og hálfa tímanum. Ísland í bítið er sent í opinni dagskrá út á NFS og Stöð 2 alla virka morgna klukkan 6:58 - 9:00. Póstfang þáttarins er bitid@stod2.is. Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira
Sigríður Arnardóttir - Sirrý - hefur verið ráðin til starfa hjá 365 miðlum og tekur við umsjón morgunþáttarins Ísland í bítið á NFS og Stöð 2 ásamt Heimi Karlssyni. Sigríður, sem á að baki langan og farsælan feril í íslenskum fjölmiðlum, birtist fyrst á skjánum við hlið Heimis í næstu viku, nánar tiltekið á föstudaginn 17. febrúar. Það þarf vart að kynna Sigríði til sögunnar. Hún hefur um árabil starfað við fjölmiðla á Íslandi og komið þar óvenju víða við. Kunnust eru hún að öllum líkindum fyrir spjallþátt sinn Sirrý - sem ítrekað var tilnefndur til Eddu-verðlauna. Þátturinn var í loftinu í 5 ár en áður en hann hóf göngu sína gat Sigríður sér gott orð sem ritstjóri Vikunnar. Þá hefur Sigríður einnig unnið að dagskrárgerð fyrir Ríkisútvarpið og -sjónvarp og var sem kunnugt er þula í Sjónvarpinu hér á árum áður. Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, sem verið hefur meðstjórnandi að Íslandi í bítið síðustu mánuði, snýr sér að öðrum spennandi verkefnum fyrir NFS og mun þar á meðal koma áfram við sögu í Íslandi í bítið. Ísland í bítið er fyrsti og eini íslenski morgunþátturinn sem sýndur er í íslensku sjónvarpi á virkum dögum. Allt síðan Stöð 2 braut blað í sögu íslensks sjónvarps með því að hefja útsendingar á morgunsjónvarpi árið 1999 hefur Ísland í bítið skipað fastan sess í lífsmynstri fjölda landsmanna. Ísland í bítið er fjölbreyttur fréttatengdur dægurmálaþáttur þar sem fjallað er um það sem efst er á baugi hverju sinni í landinu. Umfjöllun um allt milli himins og jarðar; matur, ráðgjöf, umræða, tíska, stjórnmál og gamanmál. Fréttir á heila og hálfa tímanum. Ísland í bítið er sent í opinni dagskrá út á NFS og Stöð 2 alla virka morgna klukkan 6:58 - 9:00. Póstfang þáttarins er bitid@stod2.is.
Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira