Joseph Lieberman hlýtur endurkjör í fjórða sinn sem öldungadeildarþingmaður Bandaríkjaþings. Lieberman er óháður þingmaður en stuðningur hans við Íraksstríðið kostaði hann stuðning Demókrataflokksins. Samkvæmt spám ABC og NBC fréttastofanna hefur Lieberman sigrað Demókratann Ned Lamont.
