Fundu rústir klaustursins 13. júlí 2006 06:45 ein beinagrindanna sem fundist hafa Ummerki um stiga hafa fundist í húsinu, sem er mjög óvenjulegt fyrir torfhús. Klaustrið var um tólf hundruð fermetrar að stærð og rústirnar mjög heillegar. Merkur fornleifauppgröftur stendur nú yfir á Skriðu við Lagarfljót, en þar stóð stórt klaustur fyrr á öldum. Uppgröfturinn hefur staðið yfir síðan árið 2002 og er þetta því fimmta sumarið sem þarna er grafið. Dr. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur stendur fyrir uppgreftrinum. "Við fórum af stað með litla könnnun árið 2000 með það markmið að finna rústir klaustursins," segir Steinunn. "Við vissum ekki hvar það var heldur bara að það hefði verið klaustur á þessu svæði. Þegar við fundum það að lokum kom í ljós að það var nokkuð langt frá þeim stað sem við bjuggumst við upphaflega. Nú erum við búin að afhjúpa um sex hundruð fermetra af rústunum, en það er ljóst að það var um tólf hundruð fermetrar að stærð." Klaustrið var sérstakt að því leyti að hönnun þess virðist hafa fylgt alþjóðlegum reglum um uppbyggingu klaustra á þeim tíma sem það var stofnað, eða árið 1493. Byggingin var ferningslaga með klausturgarð fyrir miðju og gosbrunni í miðjunni. Steinunn segir að starfsemi klaustursins hafi einnig samræmst því sem þekktist í öðrum klaustrum, en þar hafi verið rekið eins konar sjúkrahús. "Við höfum fundið áhöld til lækninga ásamt plöntuleifum sem benda til þess að læknandi jurtir hafi verið ræktaðar hérna. Svo erum við búin að grafa upp fjörutíu grafir sem virðast allar vera af sjúklingum sem dvalið hafa hér." Athygli vekur að ummerki um stiga hafa fundist í húsinu sem bendir til þess að það hafi verið á tveimur hæðum. Mjög sjaldgæft er að torfhús hafi verið á fleiri en einni hæð, en líkt og flest önnur hús á þessum tíma var klaustrið byggt úr grjóti og torfi. Fá klaustur hafa fundist á Íslandi, en tvö slík hafa verið grafin upp í Viðey og á Kirkjubæjarklaustri. Steinunn segir staðsetningu klaustursins á Skriðu vera mjög heppilega vegna þess að rústirnar hafi verið ósnertar síðan húsið var yfirgefið um siðaskiptin. Staðurinn þar sem rústirnar standa sé afskekktur nú þótt hann hafi verið í alfaraleið þegar klaustrið var stofnað. Steinunn fékk fjárveitingu til fimm ára vegna verkefnisins, og er þetta því síðasta sumarið sem grafið verður á því tímabili. Hún segist þó vona að fjárveiting fáist til að halda verkefninu áfram, enda rústirnar heillegar og uppgröfturinn langt kominn. Innlent Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Sjá meira
Merkur fornleifauppgröftur stendur nú yfir á Skriðu við Lagarfljót, en þar stóð stórt klaustur fyrr á öldum. Uppgröfturinn hefur staðið yfir síðan árið 2002 og er þetta því fimmta sumarið sem þarna er grafið. Dr. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur stendur fyrir uppgreftrinum. "Við fórum af stað með litla könnnun árið 2000 með það markmið að finna rústir klaustursins," segir Steinunn. "Við vissum ekki hvar það var heldur bara að það hefði verið klaustur á þessu svæði. Þegar við fundum það að lokum kom í ljós að það var nokkuð langt frá þeim stað sem við bjuggumst við upphaflega. Nú erum við búin að afhjúpa um sex hundruð fermetra af rústunum, en það er ljóst að það var um tólf hundruð fermetrar að stærð." Klaustrið var sérstakt að því leyti að hönnun þess virðist hafa fylgt alþjóðlegum reglum um uppbyggingu klaustra á þeim tíma sem það var stofnað, eða árið 1493. Byggingin var ferningslaga með klausturgarð fyrir miðju og gosbrunni í miðjunni. Steinunn segir að starfsemi klaustursins hafi einnig samræmst því sem þekktist í öðrum klaustrum, en þar hafi verið rekið eins konar sjúkrahús. "Við höfum fundið áhöld til lækninga ásamt plöntuleifum sem benda til þess að læknandi jurtir hafi verið ræktaðar hérna. Svo erum við búin að grafa upp fjörutíu grafir sem virðast allar vera af sjúklingum sem dvalið hafa hér." Athygli vekur að ummerki um stiga hafa fundist í húsinu sem bendir til þess að það hafi verið á tveimur hæðum. Mjög sjaldgæft er að torfhús hafi verið á fleiri en einni hæð, en líkt og flest önnur hús á þessum tíma var klaustrið byggt úr grjóti og torfi. Fá klaustur hafa fundist á Íslandi, en tvö slík hafa verið grafin upp í Viðey og á Kirkjubæjarklaustri. Steinunn segir staðsetningu klaustursins á Skriðu vera mjög heppilega vegna þess að rústirnar hafi verið ósnertar síðan húsið var yfirgefið um siðaskiptin. Staðurinn þar sem rústirnar standa sé afskekktur nú þótt hann hafi verið í alfaraleið þegar klaustrið var stofnað. Steinunn fékk fjárveitingu til fimm ára vegna verkefnisins, og er þetta því síðasta sumarið sem grafið verður á því tímabili. Hún segist þó vona að fjárveiting fáist til að halda verkefninu áfram, enda rústirnar heillegar og uppgröfturinn langt kominn.
Innlent Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Sjá meira