Innlent

Og vodafone með Hot Spot í Eyjum

Gestir sem eru á leið á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eiga þess að komast frítt á Netið í Dalnum. Og Vodafone verður með Hot Spot; þráðlausa nettengingu og tölvur fyrir þá sem vilja komast í tölvupóstinn sinn eða vafra um Netið.

Öll algeng netþjónusta er til staðar í Hot Spot; svo sem vefráp, tölvupóstur (email/POP) og MSN. Þá er hægt að tengjast vinnustöðum og skólanetum um vinnuhlið (VPN gátt og TELNET).

Og Vodafone verður einnig með öfluga þjónustu í Dalnum fyrir GSM notendur. Hægt verður að kaupa Og Vodafone Frelsis skafkort, fá tilboð á farsímum eða láta hlaða GSM síma frítt. Betri GSM þjónusta í Galtalæk um verslunarmannahelginaOg Vodafone ætlar að efla GSM þjónustu sína fyrir gesti á fjölskylduhátíðinni í Galtalæk sem fer fram um verslunarmannahelgina. Markmiðið er að tryggja hnökralaus samskipti hjá GSM notendum þar sem gera má ráð fyrir fjölda gesta á svæðinu yfir helgina.

Og Vodafone hefur lagt mikla áherslu á bætt GSM samband á höfuðborgarsvæðinu á liðnum mánuðum, bæði í nýjum og eldri hverfum borgarinnar. Þá hefur fyrirtækið aukið þjónustu sína í kringum stórviðburði, svo sem tónleika og útihátíðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×