1717 10. október 2006 14:00 Hjálparsími Rauða kross Íslands stendur fyrir átaki vikuna 9. - 16. október í tengslum við Alþjóða geðheilbrigðisdaginn þann 10. október. Sjónum er beint að þeim sem eiga við þunglyndi og geðraskanir að stríða. Tilgangur átaksvikunnar er meðal annars að minna þá sem þjást af þunglyndi og öðrum sálrænum kvillum á þann stuðning sem þeim stendur til boða með því að hringja í Hjálparsímann 1717. Einnig er ætlunin að hvetja til umræðu í þjóðfélaginu um málefni geðfatlaðra hér á landi jafnframt því að benda á leiðir til úrlausnar. Hjálparsíminn 1717 er opinn allan sólahringinn. Hann er ætlaður fólki á öllum aldri sem er í vanda og þarf á aðstoð að halda eða upplýsingar um úrræði. Þeir sem eiga við þunglyndi að stríða og aðstandendur þeirra eru sérstaklega hvattir til að nýta sér þjónustu 1717. Hringingar í Hjálparsímann eru að meðaltali um 50 á sólarhring. Flestar hringingarnar eru vegna sálrænna vandamála. Geðheilsa skiptir alla máli og mikilvægt er að bregðast skjótt við þegar einkenni gera vart við sig. Ekki bíða, hjálpin er á næsta leyti. Allt sem þarf er eitt símtal. "Flestir sem hringja í 1717 vilja fá að tjá sig um líðan sína, fá hlustun og upplýsingar um leiðir til að leita sér eða öðrum hjálpar,"segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins. "Hjá 1717 er hægt að fá ábendingar um ýmiss konar þjónustu og samfélagsleg úrræði. Það er mjög margt í boði fyrir þá sem vilja þiggja stuðning. Erfiðasta skrefið er þó fyrir flesta að horfast í augu við að það þurfi líklega hjálp." Árið 2005 voru um 16.000 hringingar í Hjálparsímann 1717. Tæplega 1.000 hringingar bárust vegna þunglyndis, ríflega 400 vegna kvíða og um 2.200 vegna annarra geðraskana. Lífið Menning Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira
Hjálparsími Rauða kross Íslands stendur fyrir átaki vikuna 9. - 16. október í tengslum við Alþjóða geðheilbrigðisdaginn þann 10. október. Sjónum er beint að þeim sem eiga við þunglyndi og geðraskanir að stríða. Tilgangur átaksvikunnar er meðal annars að minna þá sem þjást af þunglyndi og öðrum sálrænum kvillum á þann stuðning sem þeim stendur til boða með því að hringja í Hjálparsímann 1717. Einnig er ætlunin að hvetja til umræðu í þjóðfélaginu um málefni geðfatlaðra hér á landi jafnframt því að benda á leiðir til úrlausnar. Hjálparsíminn 1717 er opinn allan sólahringinn. Hann er ætlaður fólki á öllum aldri sem er í vanda og þarf á aðstoð að halda eða upplýsingar um úrræði. Þeir sem eiga við þunglyndi að stríða og aðstandendur þeirra eru sérstaklega hvattir til að nýta sér þjónustu 1717. Hringingar í Hjálparsímann eru að meðaltali um 50 á sólarhring. Flestar hringingarnar eru vegna sálrænna vandamála. Geðheilsa skiptir alla máli og mikilvægt er að bregðast skjótt við þegar einkenni gera vart við sig. Ekki bíða, hjálpin er á næsta leyti. Allt sem þarf er eitt símtal. "Flestir sem hringja í 1717 vilja fá að tjá sig um líðan sína, fá hlustun og upplýsingar um leiðir til að leita sér eða öðrum hjálpar,"segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins. "Hjá 1717 er hægt að fá ábendingar um ýmiss konar þjónustu og samfélagsleg úrræði. Það er mjög margt í boði fyrir þá sem vilja þiggja stuðning. Erfiðasta skrefið er þó fyrir flesta að horfast í augu við að það þurfi líklega hjálp." Árið 2005 voru um 16.000 hringingar í Hjálparsímann 1717. Tæplega 1.000 hringingar bárust vegna þunglyndis, ríflega 400 vegna kvíða og um 2.200 vegna annarra geðraskana.
Lífið Menning Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira